- Advertisement -

Lárus Welding og yfirvaldið

Leiðari Ég þekki ekki Lárus Welding. Og ekki hef ég ástæðu til að ætla annað en að hann hafi brotið af sér og rétt sé að dæma hann til fangelsis þess vegna. Hafi ég einhvern tíma lesið um Stímmálið er ég búinn að gleyma um hvað málið snýst. Ég hef ekki áhuga á að kynna mér það.

Lárus var dæmdur til fimm ára fangelsis. Verði dómurinn staðfestur í Hæstaréttti eða Landsdóminum fræga munu líða nokkur ár þar til öllu verður lokið, dómsmeðferð og fangelsisdvöl. Refsing Lárusar mun því standa yfir í kannski hálfan annan áratug.

Má yfirvaldið þetta? Má það reka mál gegn einstaklingi svo lengi og kippa honum þannig frá atvinnumöguleikum og öðrum mannréttindum árum og árum saman? Það er mikið vald að geta ákært fólk. Þau sem fara með slíkt vald verða að vanda sig og hraða verkum sínum sem mest þau geta.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: