Áramótin á Hótel Adam kosta milljón
Kostar rúmar sex þúsund krónur hver nótt fyrir að sofa gamalli Toyotu.
Neytendur Ferðavefurinn turisti.is segir í frétt að þrjár nætur í fjögurra manna herbergi um áramótin kosti tæplega 915.000 krónur. Ekki er getið um hvort vatn sé innifalið. Kaffivél og rafmagnsketill eru í öllum herbergjum.
„Sem fyrr segir er ekki mikið úrval af lausum hótelherbergjum í Reykjavík um áramótin og verðið á þeim gistikostum sem finna má á vef Booking.com er í sumum tilvikum óvenju hátt. Til að mynda þarf að borga 914.716 krónur fyrir þrjár nætur, þar af nýársnótt, í fjögurra manna herbergi á Hótel Adam við Skólavörðustíg (sjá hér fyrir neðan). Hins vegar kosta hótelgisting á tveggja manna herbergi á Hótel Sögu eða Skugga um 44 þúsund krónur á nótt samkvæmt vef Booking.com.,“ segir á turisti.is.
Það er margt annað að finna í þessari sérstöku frétt. T.d. kostar rúmar sex þúsund krónur hver nótt í gamalli Toyotu.