- Advertisement -

77 milljarða fjárfesting á Grundartanga

Atvinnumál Viljayfirlýsing milli bandaríska sólarkísilfyrirtækisins Silicor materials og Faxaflóhafna verður undirritaður í dag. En Silicor material hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir framleiðslu sólarkísils með nýrri aðferð sem byggir á að kísilmálmur er leystur upp í fljótandi áli. Nálægð við góða höfn, velvilji stjórnvalda, landrými og nálægð við álverksmiðju eru allt þættir sem studdu hið endanlega val fyrirtækisins að stefna á Grundartanga með verksmiðjuna.

Ef skipulagsmál munu ekki tefja framkvæmdir er stefnt að byrjað verði á byggingu fyrri áfanga verksmiðjunnar í október á þessu ári og lokið um mitt árið 2016. Síðari áfanginn verði síðan tilbúinn síðari hluta árs 2017. Ef áætlanir um uppbygginguna ganga eftir mun framleiðsla verða komin í gang um mitt ár 2017. Verksmiðjan mun veita 420 manns atvinnu og er áætlað að um helmingur þeirra starfa krefjist sérmenntunar. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar og tækjakaup er áætlaður 77 milljarðar króna.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóhafna, mundar pennann í dag þegar hann skrifar undir stóran samning.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, mundar pennann í dag þegar hann skrifar undir stóran samning við  Silicor Material.

Forsvarsmenn fyrirtækisins íhuguðu einnig staðsetningu í Kanada og Saudi Arabía. Viðræður um orkukaup standa yfir við Landsvirkjun og Orku náttúru og miðar þeim vel. Einnig er ívilnunarsamningur stjórnvalda við Silicor material vel á veg kominn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirhuguð lóð undir sólarkísil-verksmiðjuna er í landi Klafastaða, sem eru norðan við hafnarmannvirkin og verksmiðju Norðurál á Grundartanga. Í samkomulaginu felst m.a. að Faxaflóahafnir munu úthluta Silicor material 22 hektara landi en af því munu verksmiðjuhúsin fullbúin taka 93.000 fermetra.

Sjá nánar á skessuhorn.is


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: