Vill enginn 80 milljarða?
Allir stjórnmálaflokkarnir eiga það sameiginlegt að tala ekkert um skattsvikin og þá peninga sem skotið er undan skatti. Alþingi samþykkti að veikja eftirlit skattsins.
Stjórnmál Alþingi Íslendinga ákvað að draga úr framlögum til skattaeftirlits þegar það samþykkti gildandi fjárlög. Á sama tíma var reiknað að um áttatíu milljarðar króna séu sviknir undan sköttum á hverjiu ári. Og eru enn.
Enginn þeirra flokka sem nú berjast fyrir kjöri til Alþingis hefur sýnt áhuga á að sækja þessa peninga. Fyrr á þessu ári sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, í viðtali í þættinum Svartfugli, að embætti hans þarfnaðist meira peninga til eftirlitsins. Ríkisskattstjóri sagðist hafa geta veikt aðra starfsemi til að halda uppi ámóta eftirliti og áður.
Ríkisskattstjóri sleit eigi að síður samstarfi við Alþýðusamband Íslands um eftirlit til að sporna við kennitöluflakki og svartri atvinnu. Það gerðist á sama tíma og starfsmannaleigur verða sífellt fyrirferðarmeiri í atvinnulífinu hér og sjaldan, og jafnvel aldrei, verið meiri þörf á eftirliti svo tryggja megi að farið sé að lögum og samningum.
En við afgreiðslu gildandi fjárlaga ákvað Alþingi að verja ekki lengur peningum til þessa verkefnis og framlegndi ekki fjörutíu milljóna fjárframlagi sem áður var eyrnarmerkt eftirlitinu.
Þetta leiddi til þess að vinnustaðaeftirlit vegna svartrar atvinnu og kennitöluflakks veiktist verulega.
Innan verkalýðshreyfingarnar var mörgum brugðið við þessi málalok. Þar var málið metið þannig að samvinna skattayfirvalda, Vinnumálastofnunar og Alþýðusambandsins hafi skilað ágætis árangri. Ekki síst vegna fælingamáttarins.
-sme