- Advertisement -

Úr valdastólum í „lobbýisma“

Umræðan Er spilling á Íslandi? Greco, sem kannar spillingu einstakra landa, ætlar enn og aftur að rannsaka spillingu hér á landi. Meðal þess sem verður skoðað er hvort og þá hvernig hagsmunagæslufólk hefur áhrif á lagasetningu.

„Lobbýismar“ verða sem sagt undir smásjánni. Hugsanlega aðkomu þeirra og áhrif á stjórnmálin. Eftir síðustu kosningar hættu tveir reyndir þingmenn, og fyrrverandi ráðherrar, í stjórnmálum og réðu sig til hagsmunagæslu. Katrín Júlíusdóttir til samráðsvettvangs fjármálafyrirtækja og Einar K. Guðfinnssoon til að gæta hagsmuna sjófiskeldis.

Talsvert hefur farið fyrir Einari í hans nýja starfi. Nokkru hefur verið breytt til hagsbóta fyrir umbjóðendur hans. Sem dæmi hefur verið slakað verulega á menntunarkröfum sjómanna á þjónustubátum í fiskeldi.

Eflaust er mikils virði fyrir þá sem verða að gæta sinna hagsmuna að ráða til sín starfsfólk sem kann ekki síður á stjórnkerfið en Víkingur Heiðar Ólafsson á nótnaborðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er að bíða og sjá hvort spilling mælist meiri eða minni en áður.

-sme

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: