- Advertisement -

Elsa Lára hættir á þingi

Stjórnmál Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt að hún mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Elsa Lára var kjörin á þing 2013.

„Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.

Ég ætla að nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu minni sem hefur verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt mig til allra verka.

Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn,“ segir hún.

Fáir dagar eru síðan að Eygló Harðardóttir tilkynnti um að hún verði ekki í framboði í komandi kosningum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: