- Advertisement -

Frændur á endaspretti

Umræðan Framundan eru landsfundir bæði Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Trúlegast verða formannsskipti í báðum flokkunum. Frændur Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson er væntanlega báðir á útleið. Ferill Bjarna fær snautlegan endi. Vitað er að óánægja heur verið með formennsku Benedikts í marga mánuði.

Hjá Viðreisn er sátt um að Þorsteinn Víglundsson takið við formennsku í flokknum. Þar er allt kvittað og klárt.

Sama verður ekki sagt um Sjálfstæðisflokkinn. Þar er kaos. Fyrir vantar flokkinn varaformann. Sjálfstæðisflokkinn vantar nýja forystu. Formann, varaformann og ritara. Nokkrir þingmenn og ráðherrar flokksins hafa kámað sig út í barnaníðsmálinu. Þar fara fremst Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Það var Björt framtíð sem steig stóra skrefið. „Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks,“ sagði Sigríður Á. Andersen í fréttum Rúv fyrir skömmu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framundan eru miklar breytingar í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að breyta til og velja sér forystu sem er hafin yfir allan vafa. Staða flokksins er grafalvarleg.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: