- Advertisement -

Eldheimasýningin: Gestir með heyrnartól og snjallsíma

Sýning Í sýningunni, sem Axel Hallkell Jóhannesson myndlistamaður hannaði, spila myndir, hljóð, myndbönd og gagnvirkni saman og mynda eina heild. Safnið  sem byggt er yfir rúst húss að Gerðisbraut, sem grófst undir hraunið og var grafið upp aftur, myndar grófa umgjörð sem hentar vel sýningunni.

Stór hluti þeirrar upplifunar að ganga um sýninguna er að hlusta á frásögn um minningar fólks í Heimaey og framvindu eldgossins. Þetta er sjálfvirk leiðsögn í appi sem kemur inn á réttum stöðum í sýningunni. Appið er hannað af íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Locatify en það nemur merki frá litlum sendum (Bluetooth Low Energy (BLE)), á stærð við eldspítustokka, sem staðsettir eru í sýningarrýminu. Útfrá þessum merkjasendingum er staðsetning gesta í rýminu ákvörðuð.

 

Á myndinni eru , Leifur Björn Björnsson stofnandi Locatify ásamt Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra og Elliða Vignissyni bæjarstjóra Vestmannaeyjar á opnun, snjallsíma með appinu og skjámynd úr appi.
Á myndinni eru , Leifur Björn Björnsson stofnandi Locatify ásamt Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra og Elliða Vignissyni bæjarstjóra Vestmannaeyjar á opnun, snjallsíma með appinu og skjámynd úr appi.

Einstök hönnun forrits

Á Eldheimasafninu eru á annað hundrað símar sem gestum er úthlutað ásamt heyrartólum, og hver gestur hlustar á leiðsögn sem tilheyrir því svæði sem hann er staðsettur á þá stundina. Gesturinn gengur um með heyrnartól og snjallsíma sem sýnir staðsetningu hans, kort af sýningunni og spilar frásögn um það sem fyrir augu ber.

Staðsetningartæknin er ný af nálinni og þetta er fyrsta safnið á Íslandi þar sem þessi tækni er nýtt.  Í örfáum söfnum í heiminum er að finna þessa byltingarkenndu tækni sem fyrst kom fram í dagsljósið á síðasta ári. Það má búast við því að flest söfn muni í framtíðinni nýta sér viðlíka tækni. Með þessum hætti þarf ekki að styðjast við skilti og önnur upplýsingaspjöld á sýningum, heldur er hægt að leggja meiri áherslu á upplifun gestins. Upplýsingar varðandi sýningar geta þess í stað verið í frásögn eða á skjá snjalltækisins.

Locatify hannar staðsetningaöpp

Locatify hefur sérhæft sig í staðsetningabundnum öppum, og hefur útbúið vefkerfi þar sem notendur geta sjálfir hannað gagnvirkar GPS útileiðsagnir og ratleiki ásamt því að setja inn eigin merkingar á kort. Síðan geta þeir gefið út efnið sitt í eigin sérmerktum öppum eða öppum Locatify. Sýningin í Eldheimum er fyrsta innanhúsleiðsögnin sem byggir á BLE tækni sem fyrirtækið hefur unnið. Í júní verður einnig hægt að hlaða appinu niður í eigin snjallsíma þeirra gesta sem óska eftir því.

 


Auglýsing