- Advertisement -

Skúringarfólk fær ekki að borða í mötuneytum Reykjavíkurborgar

Samfélag Það fólk sem starfar við þrif í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Höfðatorgi, á vegum borgarinnar, fær ekki að borða í mötuneytunum, einsog annað fólk sem starfar í þeim húsum. Ástæðan er sú að ræstingarfólkið eru í vinnu hjá verktökum, ekki borginni sjálfri.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur flutt tillögum um breytingar á fyrirkomulaginu.

„Hópur starfsfólks vinnur gott starf við ræstingar eða önnur sambærileg störf í þágu Reykjavíkurborgar og hefur fasta starfsstöð í stofnunum, t.d. á Höfðatorgi eða í Ráðhúsi. Þessu starfsfólki er þó ekki heimilt að nýta sér þjónustu mötuneytanna  á þessum stöðum þar sem það er á vegum verktaka. Lagt er til að í samvinnu við viðkomandi verktaka verði umræddu starfsfólki heimilað að nýta sér þjónustu mötuneytanna á sömu kjörum og borgarstarfsmenn njóta,“ segir í tillögu Sjálfstæðismanna.

Málinu var frestað á fundi á borgarráðs á fimmtudag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: