- Advertisement -

Metnaðarleysið er allsráðandi

- vandi sauðfjárræktarinnar liggur einkum í markaðsstarfi og metnaðarleysi, segir fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Gunnar Bragi Sveinsson:
„Víða í verslunum er erfitt eða ekki hægt að kaupa læri eða hryggi.“

Landbúnaður „Framleiðendur og verslanir hafa um árabil ekki sinnt markaðnum sem skyldi og metnaðarleysi verið þar ráðandi. Meðan fiskur, kjúklingur, svín o.fl. var meðhöndlað fyrir markaðinn var lítill metnaður í lambakjötinu,“ er mat Gunnars Braga Sveinssonar, sem er meðal annars fyrrverandi landbúnaðarráðherra, og kemur fram í grein sem hann skrifar og birt er í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þó ýmislegt hafa breyst síðustu ár; „…m.a. hefur Krónan boðið upp á nútímalegar sölueiningar. Þróunin er því á réttri leið, en það er heilmikið óunnið. Landbúnaðurinn þarf að verða mun markaðsdrifnari – ekki framleiðsludrifinn. Það er það sem verður að breytast.“

Gunnar Bragi segir því vanda greinarinnar í raun ekki vera framleiðsluvandi heldur markaðsvandi. „Víða í verslunum er erfitt eða ekki hægt að kaupa læri eða hryggi. Birgðavandinn er því væntanlega að mestu í öðrum vörum. Ef framleiðslan verður minnkuð um 20% líkt og ríkisstjórnin virðist stefna að verður augljóslega enn frekari vöntun á þessum vörum á næsta ári. Mun þá koma fram krafa frá Félagi atvinnurekenda um að fá að flytja inn lambakjöt í stórum stíl?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: