Stjórnmál Engum dylst að opinberlega er ágreiningur milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þorsteinn Víglundsson og Benedikt Jóhannesson hafa skrifað um sauðfjárrækt og búvörusamninga. Það hefur ekki kætt samstarsfólkið í ríkisstjórninni.
Páll Magnússon, sem er formaður atvinnuveganefndar þingsins, skrifar á Facebook:
„Undanfarið hafa ýmsir, jafnvel ráðherrar, fjallað á yfirborðslegan en skilningslítinn hátt um þann alvarlega vanda sem nú blasir við sauðfjárbændum.“
Þar með er enn einn fleygurinn rekinn milli flokkanna.
Þú gætir haft áhuga á þessum