- Advertisement -

Davíð hættir um áramót

Davíð hættir um áramót

Innanhússheimildir á Morgunblaðinu herma að ákveðið sé að Davíð Oddsson láti af starfi ritstjóra um áramótin. Davíð verður sjötugur sautjánda janúar næstkomandi.

Sömu heimildir segja ekki ákveðið hver verði ritstjóri eftir að Davíð hverfur af vettvangi. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri útgáfunnar, er titlaður ritstjóri með Davíð og víst er talið að svo verði áfram, þ.e. að Haraldur verði annar af tveimur ritstjórum.

Í ritstjórnartíð Davíð hefur margt breyst á Morgunblaðinu. Áskrifendum hefur fækkað verulega en eigendur þess eru eflaust sáttir með annan árangur. Stefnt var að því að Morgunblaðið leggðist gegn breytingum á kvótakerfinu, gegn aðild að Evrópusambandinu og að stjórnarskránni yrði ekki breytt. Allt hefur það tekist.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sömu heimildir herma að ekki opinberist strax hver taki við starfi Davíðs, um áramótin næstkomandi.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: