- Advertisement -

Hrósar Viðreisn og Bjartri framtíð

Marinó G. Njálsson hefur bruðist við skrifum hér um ástandið innan ríkisstjórnarinnar.

Marinó segir umfjöllun mína vera í raun stórfurðulega. „Að sé óeðlilegt og hættulegt að flokkur haldi áfram á lofti stefnumálum sínum eftir að komið er í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkar hætta ekki að vera til, þó þeir fari í ríkisstjórn (þó svo að virðist oftast vera þannig), heldur eiga þeir enn stefnu sína sem þeir fóru fram með fyrir kosningar.

Meðan stjórnarsáttmálinn er ekki skýrari, en núverandi stjórnarsáttmáli, þá að sjálfsögðu eiga flokkar að halda sínu stefnumálum á lofti. Ég kannast ekki við, að Jón Gunnarsson hafi fengið ákúru fyrir að tala um vegatolla, þó ég muni ekki eftir að Björt framtíð eða Viðreisn tali fyrir slíku. Ég man heldur ekki til, að í síðustu ríkisstjórn hafi það verið stefna Framsóknarflokksins að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða banna 25 ára að fara í ríkisrekna framhaldsskóla, en það gerðist nú samt.

Ég vil hrósa Viðreisn og Bjartri framtíð fyrir að fylgja eftir sínum stefnumálum og mættu flokkarnir gera það oftar. Stjórnarsáttmálinn gefur flokkunum mikið svigrúm til að koma sínum stefnumálum að og það eiga flokkarnir að nýta sér. Það er þeirra eina lífsvon í næstu kosningum, því annars er hætt við að þetta kjörtímabil verði þeirra „15 mínútur“ af frægð.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: