- Advertisement -

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn

- Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig. Björt framtíð tapar enn fylgi. Viðreisn undir fimm prósenta markinu.

Litlu ríkisstjórnarflokkarnir mælast hvorugur með nógu mikið fylgi til að þeir fengju þingmenn kjörna, væri gengið til kosninga nú, og ef mið er tekið af glænýrri skoðanakönnun MMR.

Hins vegar mælist Flokkur fólksins stærri en nokkru sinni, og mælist nú með 6,1 prósenta fylgi.Af þessu má sjá að tilburðir

Viðreisnar skila ekki árangri. Flokkurinn hefur ekki áður mælst með minna fylgi en nú, eða 4,7 prósent. Björt framtíð í basli, mælist aðeins með 2,4 prósent. Flokkarnir tveir virðast hafa ratað í hreint ómögulega stöðu og vandséð er hvaða leið þeir eiga úr vandanum. Staða þeirra er slæm fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 29,3 prósent sem er meira en síðast, VG missir fylgi, mælist nú með 20,4 prósent en var með 22,6 síðast. Píratar eru með sama og síðast, eða 13,3 prósent. Samfylkingin er komin yfir Framsókn, með 10,6 prósent en Framsókn er með 9,6 prósent.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: