- Advertisement -

Afnám verðtryggingarinnar

Umræðan um afnám verðtryggingar er ekki ný af nálinni. Í leiðara DV 5. febrúar 1988 skrifar Ellert B. Schram meðal annars orð sem eiga jafnvel við enn þann dag í dag:

„Ekki fer víst framhjá neinum manni að háir vextir eru eitt stærsta vandamál efnahagslífsins. Atvinnureksturinn kvartar undan hávaxtastefnunni, almenningur kveinkar sér undan of háum vöxtum, markaðurinn úir og grúir af mismunandi vaxtakjörum. Seðlabankinn heldur að sér höndum en stjórnmálamennirnir hneykslast hver um annan þveran yfir ástandinu og reyna að kenna hver öðrum um. Sannleikurinn er þó sá að þeir eru sjálfir sökudólgarnir og bera sameiginlega ábyrgð á vaxtaþróuninni. Sumir vegna þess að vextir og verðtrygging fóru gjörsamlega úr böndum í óðaverðbólgunni og aðrir vegna þess að vextir voru gefnir frjálsir samkvæmt pólitískri ákvörðun.“

Síðar í leiðaranum skrifar Ellert: „í ljósi þessa má hins vegar um það deila hvaða viðmiðun skuh höfð við ákvörðun vaxtastigs og verðbóta. Verðbólgu má mæla með ýmsum hætti. í dag er það gert með lánskjaravísitölu sem tekur mið afbreytingum á verði og þjónustu. Eggert Haukdal hefur lagt fram frumvarp á alþingi, sem felur ísér að lánskjaravísitalan verði afnumin í núverandi mynd en fjárskuldbindingar verði þess ístað gengistryggðar og haldist þá í hendur við skráð gengi hverju sinni. Þannig verði vaxtapólitík okkar samræmd því sem tíðkast annars staðar.“

Í þann tíma, það er snemma árs 1988, fannst hugmyndin ágæt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þessi leið hefur þann kost að draga úr þrýstingi um gengislækkanir og vaxtabyrði útflutnmgsatvinnuveganna stæði þá jafnfætis gengisbundnum tekjum. Hvort hún væri sanngjörn gagnvart hinum almenna sparifjáreiganda er annað mál.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: