- Advertisement -

Hinn próflausi Eiður Smári

Eið Smára Guðhjonsen langar að miðla af mikilli reynsli sinni og kunnáttu til íslenskra kanttspyrmanna og kvenna. Hann dreymir um starf sem Knattspyrnusambandið hyggst stofna til. Böggull fylgir skammrifi.

Vegna áralangrar þátttöku Eiðs Smára, meðal fremstu knattspyrnuliða heims, hefur honum ekki auðnast að sækja námskeið hjá KSÍ og er því ekki með stimplað skírteini. Þess vegna mun hann ekki koma til greina. Einn allra fremsti þjálfari þessarar þjóðar, Heimir Hallgrímsson, hefur sagt að Eiður Smári komi ekki til greina í starfið þar sem hann hefur ekki skírteinið. Heimir vildi samt fá Eið Smára sem aðstoðarþjálfara sinn, sé rétt munað.

Er ekki rétt að rifja upp þegar Eiður Smári var í þjónustu liða einsog Chelsea og Barcelona var íslenska landsliðið einatt í óstuði. Hann kom heim, frá bestu liðum álfunnar, frá bestu þjálfurum veraldar til að skila sínu. Þekking hans og reynsla er án nokkurs vafa á við mörg, mörg þjálfarapróf.

Það er ekki oft sem Davíð Oddsson skrifar um íþróttir. Hann gerir það í Staksteinum í dag og skal tekið undir með honum:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það var snilldarleikur hjá okkar frábæra landsliðsþjálfara þegar hann taldi að Eiður Guðjohnsen gæti ekki tekið að sér umsjón með knattspyrnumálum vegna þess að hann hefði ekki íslenskt þjálfaraskírteini. Eiður hefur frá því hann man eftir sér verið í þjálfun hjá fremstu þjálfurum veraldar. Fengi Lewis Hamilton ekki bílaleigubíl hér hefði hann ekki ökuskírteini gefið út af sýslumanni á Hólmavík? Mörgum þykir sjálfsagt að „fagmenn“ taki ákvarðanir sem fulltrúar fólksins með stjórnmálalega ábyrgð og ábyrgð að lögum tóku áður.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: