- Advertisement -

67 prósenta hækkun á einu ári

- flest sumarnámskeiðin á sama verði nú og í fyrra. Það gildir fjarri um þau öll.

Flest sumarnámskeið fyrir börn eru á sama verði nú og í fyrra. „Þó má greina hækkanir á námskeiðum, algeng hækkun er 5-20% en mesta hækkun í könnuninni reyndist 67%,“ segir á vef Alþýðusambandsins, sem gerði könnun á verði námskeiðanna.

Sem fyrr segir tók Verðlagseftirlit ASÍ saman dæmi um sumarnámskeið sem í boði eru fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru af ýmsum toga og á allskyns verði sem liggur á bilinu 4.450 til 84.000 kr.

„Það er umtalsverður kostnaður að senda börn og unglinga á námskeið á sumrin, þrátt fyrir að ódýrasti kosturinn sé valinn. Þessi kostnaður getur svo margfaldast ef mörg börn eru í fjölskyldunni og ef börnin/barnið er í lengri tíma yfir sumarið í skipulagðri dagskrá. Hér getur því verið um talsverðar upphæðir að ræða sem reynst geta mörgum fjölskyldum þungar í skauti,“ segir á asi.is.

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: