- Advertisement -

Undir biksvörtu spillingarskýi

- Birgitta Jónsdóttir segir í gangi aðför að réttarríkinu. Geðþóttaákvarðanir dómsmálaráðherra.

„Sjálfstæðismennirnir fjórir og hann Pawel úr Viðreisn samþykktu í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd tillögu Sigríðar Á. Andersen með hennar geðþóttabreytingar á nýju dómsstigi, þar sem hún fer á skjön við þá sem sjálfstæð hæfisnefnd taldi hæfasta,“ skrifar Píratinn Birgitta Jónsdóttir á Facebook, rétt í þessu.

„Þetta er gert án þess að þingmenn geti farið yfir málið á falegum forsendum, án aðgengis að faglegum rökstuðningi frá ráðherra, enda kom í ljós að ráðherrann fór bara eftir eigin skoðunum og telur sig hæfari en fagleg dómnefnd til að meta þetta. Tillagan verður lögð fyrir þingið til samþykktar eða synjunar á eftir. Verður auðvitað samþykkt, því meirihlutinn ræður alltaf.“

Birgitta veltir fyrir sér hvað þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar muni gera.

„Munu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykkja að þetta nýja dómsstig verði sett í framkvæmd undir biksvörtu spillingarskýi og vantrausti. Mér finnst þetta aðför að réttarríkinu.“

Birgitta endar á að segja að minnihlutinn lagði til að við myndum fá tíma til að fara yfir ábendingar um hvað þarf að kalla eftir en Sjálfstæðisflokkurinn gerir bara það sem honum sýnist enda ræður meirihlutinn alltaf.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: