- Advertisement -

Hvað kostar málarekstur LÍN?

Ásta Guðrún Helgadóttir vill fá að vita hvað allur málarekstur Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur kostað.

Þau eru ófá málin sem Lánasjóðurinn rekur eða hefur rekið fyrir dómstólum. Í nýlegri frétt á Miðjunni sagði: „Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur voru þingfest 3.071 mál frá lánasjóðnum á tímabilinu frá 1. janúar 2000 – apríl 2017, alls lauk 2.612 málum með dómi þar sem útivist var af hálfu stefnda, þ.e. fallist á dómkröfur lánasjóðsins, dómsmál sem lauk með réttarsátt, þar sem stefndi viðurkenndi dómkröfur lánasjóðsins, voru 268, í 118 málum var uppi ágreiningur milli lánasjóðsins og stefndu og gengu þau mál til dóms en ekki er haldin sérstök skrá um afdrif þeirra mála og að lokum að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bíða nú um. 79 mál meðferðar.“

„Hver hefur kostnaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna verið við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum á ári frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir árum, á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 2016,“ spyr Ásta Guðrún. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra svarar henni.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: