- Advertisement -

Á flótta frá bullandi ósætti

- Katrín Jakobsdóttir spyr sig hvort ástæða þess að stjórnarþingmenn og ráðherrar taki lítinn þátt í umræðu, sé hræðsla við að opinbera eiginn ágreining.

Stjórnarandstæðingar hafa kvartað sáran yfir hversu lítinn þátt stjórnarsinnar taka þátt í umræðunni um fjármálaáætlunina. Undantekning er Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, en hann hefur setið í þingsal mestan þann tíma sem áætlunin hefur rædd. Margir þingmenn hafa hrósað Benedikt fyrir nærveruna.

„Mér finnst það satt að segja svolítið kúnstugt, þótt hæstvirtur fjármálaráðherra hafi setið hér og fengið miklar þakkir fyrir að sitja undir umræðunni, að hann tekur samt ekki mikinn þátt í umræðunni, ég vona að hann hlusti þeim mun betur. Hann sér ekki ástæðu til að fara í andsvör við formenn stjórnarandstöðuflokkanna þegar þeir koma upp og gagnrýna áætlun hans,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

„Ég velti því fyrir mér við hvað háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherra stjórnarmeirihlutans eru hræddir, því að þeir virðast skirrast við að taka þátt í umræðum um sitt stærsta mál. Kannski vegna þess að það er svo bullandi ósætti innan húss um sjálfa áætlunina að það afhjúpast í hvert sinn sem hér stígur í pontu þingmaður frá meiri hlutanum.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: