- Advertisement -

Forðast ráðherrar erfið svör?

- þeir svara seint sumum fyrirspurnum. Þingmaður spyr hvort það sé vegna þess að ráðherrar óttist að birta upplýsingar.

Andrés Ingi Jónsson.
„Er t.d. óþægilegt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra að svara fyrirspurn um starfsmannahald RÚV.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á að, um eitt hundrað fyrirspurnum þingmanna til ráðherranna, hafi aðeins um tíunda hluta þeirra verið svarað innan þeirra fimmtán daga sem ráðherrar hafa til að svara fyrirspurnum.

Andrés vakti athygli á, að miðað starfsáætlun þingsins, séu aðeins þrír fundardagar eftir á vorþinginu.

„Mig langar því að spyrja forseta hvort ekki væri ástæða fyrir okkur að skoða þessi samskipti þings og framkvæmdarvalds.“

Hef samúð með ráðuneytunum

Andrés sagði sömu lög segja að takist ráðherra ekki að svara fyrirspurn innan þessa frests skuli hann gera skriflega grein fyrir því. „Af þeirri reynslu sem ég hef af mínum fyrirspurnum er það svona „fiftí-fiftí“ á að giska. Þar að auki á hann að útskýra hver ástæða fyrir töfinni er og hvenær vænta megi svars til Alþingis, sem gerist nálega aldrei. Ég hef alveg samúð með ráðuneytum þegar þau ná ekki að uppfylla frestinn en þau hljóta alla vega að geta lagað þessi samskipti þannig að við vitum hvenær svörin sem tefur svo skila sér.“

Er óþægilegt að svara?

„Svo vekur þetta náttúrlega spurningar um það hvort stundum séu svörin óþægileg. Sumar spurningarnar eru þannig,“ sagði Andrés Ingi. „Það tók eina þrettán mánuði að særa fram skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum og hún tafðist m.a.s. fram yfir kosningar af því að þar var óþægilegur sannleikur.“

Í lok ræðu sinnar sagði Andrés Ingi Jónsson: „Er eitthvað á þessum lista jafn óþægilegt? Er t.d. óþægilegt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra að svara fyrirspurn um starfsmannahald RÚV, fyrirspurn sem er núna komin á þrefaldan frest? Er eitthvað þar sem ráðherra vill ekki að líti dagsins ljós á þessum tímapunkti?“

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: