- Advertisement -

Framsókn vill bæði farmiðaskatt og gistináttaskatt

Fimm þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram lagafrumvarp um náttúrugjöld, þ.e. er farmiðaskatt og gistináttskatt.

„Greiða skal í ríkissjóð farmiðaskatt fyrir hvern farþega um borð í flugförum og farþegaskipum, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum,“ segir um farmiðaskattinn, sem fer hækkandi, ef af verður, eftir lengd ferða. Skatturinn verður lægstur 150 krónur á hvern farþega og hæstur 2.500 krónur.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir talsverðum breytingum á gistináttaskatti, þannig að hann verði ekki áfram föst krónutala, heldur verði hann þrjú prósent af seldri gistingu. Að auki verður sveitarfélögum heimilt að leggja fimm prósenta auka skatt á selda gistingu.

Börn, undir tólf ára, verða undanþeginn farmiðaskattinum.

Markmið frumvarpsins, er sagt vera til að afla tekna til að vernda náttúru Íslands og einnig að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt er markmið frumvarpsins að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna.

„Þá er um efnahagslega aðgerð að ræða og miðar hún að því að ferðaþjónustan standi undir kostnaði sem hlýst af uppbyggingu í hennar þágu og þá með sambærilegum hætti og aðrar atvinnugreinar og aðrir skattskyldir aðilar,“ segir meðal annars í greinagerðinni.

Hér má sjá frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: