- Advertisement -

Sveigjanleg fjármálaáætlun

Benedikt Jóhannesson.
„Ég virði að sjálfsögðu vald Alþingis í því.“

„Er þetta sveigjanlegur rammi sem hægt er að breyta frá ári til árs? Eða er þetta fimm ára áætlun sem ber að fylgja í hvívetna,“ þannig spurði Birgitta Jónsdóttir fjármálaráðerrann, Benedikt Jóhannesson, á Alþingi fyrr í dag.

„Eða er það kannski þannig, hæstvirtur fjármálaráðherra, að þingið á ekkert að hafa með fjárlög eða útgjaldaliði ríkisins að gera? Er það einvörðungu á hendi framkvæmdarvaldsins? Ef svo er hlýtur það að vera brot á stjórnarskrá. Eða hvað finnst hæstv. ráðherra um það,“ sagði Birgitta.

„Ég lít svo á að við eigum að taka þennan ramma mjög alvarlega, en við verðum auðvitað ef aðstæður breytast að geta brugðist við,“ sagði Benedikt. „Almennt talað erum við að samþykkja ramma til fimm ára en við hins vegar breytum honum á hverju ári í meðförum Alþingis. Ég virði að sjálfsögðu vald Alþingis í því.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: