- Advertisement -

Vísindamenn felmtri slegnir

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

The Guardian segir frá því að breskir og bandarískir vísindamenn hafi lýst miklum áhyggjum vegan nýrra upplýsinga um áhrif eitursins PCB -policlorinated biphenyls- á fisk og víðar í náttúrunni. Nýlega fannst dauður háhyrningur á eyju við Bretland. Við rannsókn, sem gerð var á holdi hans, kom fram mesta magn af PCB, sem skráð hefur verið, 100% umfram það magn, sem vísindin telja ásættanlegt. – Þessi niðurstaða hefur komið af stað mikilli umræðu og ýmsar gáttir opnast um hættuna, sem að lífríkinu steðjar vegna útbreiðslu þessa eiturs.

PCB var bannað á sjöunda áratug síðustu aldar vegan almenns ótta við áhrif þess. Þá höfðu verið framleitt í Evrópu 299 þúsund til 585 þúsund tonn, en tölur eru ekki áreiðanlegar. Í Bandaríkjunum hafði verið framleitt ennþá meira af efninu. Grennpeace hafði barist af hörku gegn notkun þess og víða höfðu stjórnvöld tekið þátt í andmælum gegn framleiðslu á PCB.

Eftir að bannið gekk í gildi virist draga úr áhrifum efnisins og menn önduðu léttar. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að efnið brotnar ekki niður í náttúrinni, enda framleitt til að þola mikinn hita og álag. Efnið hefur fundist í lofti, vatni og jarðvegi og nú í hafinu. Það hefur borist með snjó og fallið til jarðar langt frá þeim svæðum þar sem það hefur verið notað. Efnið virðist berast í jarðveg, vatn og sjó eftir ýmsum leiðum; úr menguðum jarðvegi, frá úrgangsefnum og ruslahaugum. Það berst í ár og vötn og þaðan í hafið og í fiska. Stærri fiskar éta þá minni, og nú velta menn því fyrir sér í Bretlandi hvort fundin sé ástæða þess, að hvíti hákarlinn er horfinn úr hafi umhverfis Bretland og að mikil fækkun hefur orðið í hópum spendýra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Háhyrningskýrin,sem fannst dauð, hafði ekki eignast kálf. Vísindamenn telja, að PCB berist í mjólk kvendýra og eyðileggi getu þeirra til að fæða lifandi afkvæmi. Eitrið berist m.a. í seli og úr þeim í hvítabirni. Nú er talið, að í náttúrunni séu um 40 milljón tonn af eitrinu. Þegar það berst í fæðukeðju dýra og manna, er hætta á ferðum. – Þessar niðurstöður eru mikið áfall fyrir stjórnvöld og náttúruverndarsamtök í Bretlandi, sem hafa barist með oddi og egg gegn hvers konar mengun og töldu að PCB væri að mestu horfið út umhverfinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: