- Advertisement -

Sigmundur Davíð – Smá pistill um starfið

Þingmenn eiga að fylgjast með umræðum í þingsal eins og kostur er.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að það sé langt síðan að hann hafi svarað nettröllum og sérstaklega þegar þau detta inn á Alþingið sjálft. Frúin er orðn langþreytt að fólk telur að Sigmundur Davíð sé ekki að sinna starfinu sínu, en hvergi er talið upp hvernig vinna hans bitnar á fjölskyldulífinu.

Af þessi tilefni skrifar Sigmundur Davíð smá má pistill um starfið:

Þingmenn eiga að fylgjast með umræðum í þingsal eins og kostur er. Salurinn er hins vegar oftast tómur eða því sem næst. Ég skal viðurkenna að það hendir stundum, alla vega í mínu tilviki, að starfið feli í sér verkefni sem eru meira aðkallandi en að hlusta á umræðu um fundarstjórn forseta (eða að taka þátt í slíkum uppákomum).

Þótt þetta séu áhugaverðir tímar í stjórnmálum hafa þingstörfin ekki endurspeglað það síðustu misseri.
Við stjórnvölinn er ríkisstjórn sem hefur einstaklega lítið fram að færa og hinum megin sundurlaus stjórnarandstaða sem veltir helst fyrir sér hvaða pólitísku leikatriði sé hægt að setja á svið þann daginn. -Æsa sig yfir einhverju aukaatriði sem engu máli skiptir í umræðu um fundarstjórn forseta eða leggja fram ályktun um að þingmenn meirihlutans mæti ekki nógu vel á nefndarfundi (þótt sumir þeirra eigi að vera á tveimur nefndarfundum samtímis).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Slík úrræði ætti að spara fyrir tilvik þar sem þeirra er raunverulega þörf. Hver er trúverðugleikinn þegar búið er að öskra um endalok lýðræðis af því formaður nefndar spurði stjórnarandstöðuþingmann í sakleysi sínu hvort hann teldi æskilegt að fresta máli?

Svo eru það atkvæðagreiðslurnar.
Fljótt á litið sýnist mér að það hafi verið þrír þingfundardagar á árinu þar sem atkvæðagreiðslur fóru fram um einhvern fjölda mála (auk tilfallandi atkvæðagreiðslna). Alls hafa fjögur ný mál orðið að lögum á árinu, öll á undanförnum dögum.

Það er hlutverk meirihluta að tryggja næga mætingu í atkvæðagreiðslur og tímasetja þær þannig að þingmenn meirihlutans séu á staðnum. En auðvitað er það leiðinlegt fyrir minnihlutaþingmann ef hann missir af tækifæri til að greiða atkvæði um framgang mála á miðju þingi.
Um helmingur þeirra atkvæðagreiðslna sem fram hafa farið á árinu var á fimmtudaginn fyrir viku. Þann dag var ég að sinna kjördæminu.

Auðvitað þykir manni vænt um það ef kollegar sem hafa ekki nóg að gera sakna manns. En það er samt ekki fallegt að skilja aðra út undan.
Hver man t.d. ekki eftir áfallinu sem tveir af brottföllnum þingmönnum Samfylkingarinnar urðu fyrir þegar ég tók mér þriggja daga frí með fjölskyldunni á síðasta kjörtímabili. Á meðan hverfa aðrir ráðherrar vikum saman án þess að vera saknað. Það hlýtur að vera leiðinlegt, getur jafnvel vakið höfnunartilfinningu.

Á þessu ári hef ég verið í vinnu sem þingmaður á hverjum einasta degi að frátöldum nýársdegi, páskadegi og öðrum degi páska. Á þingfundardögum mætir maður í þinghúsið eða á skrifstofuna nema maður sé á fundum eða í öðrum verkefnum annars staðar. Stundum eru þeir fundir annars staðar á landinu, langt frá Austurvelli. Þeir sem halda að starf þingmanns felist í að sitja allan daginn í sófunum í þinghúsinu eru ekki að vinna vinnuna sína.

Þótt það geti verið áhugavert að bera saman hversu lengi hver og einn situr í þinghúsinu er líklega réttara að bera saman þann árangur sem menn skila. Ég er alltaf til í þann samanburð við hvern sem er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: