- Advertisement -

Staksteinar: Óskeikull tjáir sig

Viðhorf Davíð Oddssyni er viðtal Sprengisands við Steingrím J. Sigfússon ofarlega í huga þegar hann ritar Staksteina dagsins í Morgunblaðinu í dag. Orðrétt segir:

„Það er kunnara en frá þurfi að segja að vinstristjórnin sem hér sat illu heilli í rúm fjögur ár gerði að áliti forsprakka hennar engin mistök. Einn frækinn ráðherra þessarar ríkisstjórnar, sjálfur ofurráðherrann Steingrímur J.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að vinstristjórnin sem hér sat illu heilli í rúm fjögur ár gerði að áliti forsprakka hennar engin mistök.

Einn frækinn ráðherra þessarar ríkisstjórnar, sjálfur ofurráðherrann Steingrímur J. Sigfússon, fer eðli máls samkvæmt fremstur í flokki þeirra sem gerðu allt rétt á síðasta kjörtímabili.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann var spurður að því í útvarpsviðtali um helgina hvort – eftir á að hyggja – hann mundi haga uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbankans með sama hætti nú og þá, vitandi það sem nú er vitað (og var svo sem ekki mikið leyndarmál þá).

Spurningin var sett fram með þeim formála að skuldabréfið sem ríkisstjórnin samþykkti á milli nýja og gamla væri einn helsti efnahagsvandi þjóðarinnar.

Þessi staðreynd sló Steingrím ekki út af laginu. Hann sagðist mundu gera allt eins nú og þá.

Röksemdir Steingríms fyrir því að Landsbankasamningur hans hefði verið óaðfinnanlegur eru af Icesave-toga, en samningar Steingríms um Icesave eru einmitt ágæt dæmi um óskeikulleika vinstristjórnarinnar að mati liðsmanna hennar.

Vissulega er ágætt að menn hlaupi ekki frá verkum sínum, en er samt ekki kominn tími til að Steingrímur og félagar viðurkenni einhver þeirra mögnuðu mistaka sem þau gerðu á síðasta kjörtímabili?“

Hér er vitnað í þetta viðtal.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: