- Advertisement -

Aukin völd forseta Alþingis

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, sagði í Morgunvaktinni á Rás eitt, að sér þyki stjórnarandstaðan vera ósamstíga. Hann efast um þau vilji taka við landsstjórninni og hann sagði hana vera ósamstíga hóp ólíkra flokka. Hann sagði stjórnarandstæðingar vera sammála, af og til, um að blása mál upp.

Bjarni sagði að breyta þurfi þingsköpum verulega. Hann sagði að auka þurfi völd forseta þingsins verulega þannig að þingmenn verði að lúta hans boðvaldi. Bjarni sagði að sá þingmaður sem verður forseti þingsins eigi að segja af sér þingmennsku. Bjarni sagði einnig að forseti þingsins eigi að geta rekið ríkisstjórn til baka með stór og flókin mál þegar sýnt er að þingið hafi ekki tíma til að afgreiða þau. Þannig að ríkisstjórnin verði þá að koma málið næst þegar þingið hefur tíma.

Bjarni sagði að þeim breytingum sem hann nefndi myndi málþófið minnka, þar sem forseti geti sett tímamörk á öll mál.

Bjarni sagðist ekki vera að hætta í stjórnmálum. Hann sagðist halda áfram meðan hann hefur gaman af starfinu og hann hefur orku til að sinna því.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: