- Advertisement -

Utanríkisráðherra hefur þrýst á Tyrki

- Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hættir sem varaformaður ACRE.

Guðlaugur Þór Þórðarson: Hættir í ACRE.

Rósa Björk Brynjólfsdsóttir, þingkona VG, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, um stöðu hans sem utanríkisráðherra og um leið varaformaður ACRE. Samtökin eru af mörgum talin vafasamur félagsskapur, en Sjálfstæðisflokkurinn er meðal þeirra flokka sem mynda þann hóp.

Guðlaugur Þór tilkynnti að hann muni hætta í stjórninni. Flokkur Erdogans Tyrklandsforseta er meðal þeirra flokka sem eiga aðild að ACRE ásamt Sjálfstæðisflokki.

„Ég hef gagnrýnt stjórnvöld í Tyrklandi, bæði á vettvangi þeirra samtaka sem háttvirtur þingmaður vísaði til og á öðrum vettvangi,“ sagði Guðlaugur Þór, í seinni ræðu sinni um þetta mál. „Ég hvet háttvirtan þingmann til að kynna sér málin og ekki vera að útmála öll þau samtök sem ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn er í, heldur önnur þau samtök sem aðrir flokkar eru í, þau byggja á gildum sem við erum sammála um. Síðan er það hins vegar því miður þannig að þetta er ansi brothætt. Ef maður fengi að ráða öllu myndi maður breyta mjög mörgu í stefnu flokka sem háttvirtur þingmaður vísaði til, en svo sannarlega margra fleiri. Þannig er ástandið í Evrópu og ástandið í Evrópu er þó betra en í flestum þeim löndum og heimsálfum sem eru á jörðinni. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir. Það er algerlega fráleitt að leggja þetta mál upp með þessum hætti. Ég hvet háttvirtan þingmann til að skoða aðrar flokkagrúppur á Evrópuþinginu. Þessi flokkagrúppa er almennt ekki lögð út á þann hátt, frekar en aðrar stórar flokkagrúppur, sem háttvirtur þingmaður gerir. Hins vegar er mjög mikið verk að vinna þegar að þessu kemur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: