Mynd: Efla.

Fréttir

96% framúrkeyrsla hlýtur að vera einhverskonar met

By Miðjan

February 01, 2019

Ómar Valdimarsson er meðal þeirra sem er undrandi á kostnaði ríkisins vegna iðjuversins á Bakka við Húsavík.

Ómar skrifar: Það væri ekki hægt að ljúga þessu: 96% framúrkeyrsla hlýtur að vera einhverskonar met:

Gerð jarðganga und­ir Húsa­vík­ur­höfða og til­heyr­andi veg­teng­ing­ar vegna kís­il­vers PCC á Bakka var um 1,7 millj­arða króna, 96%, um­fram upp­haf­lega áætl­un, að því er fram kem­ur í skrif­legu svari Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, við fyr­ir­spurn Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Miðflokks­ins.

Jafn­framt er ekki ljóst hvort rúm­lega 800 millj­óna lán til hafn­ar­sjóðs fæst end­ur­greitt.

End­an­leg­ur kostnaður rík­is­sjóðs varð 3,5 millj­arðar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Vega­gerðin veitti ráðuneyt­inu 5. des­em­ber síðastliðinn. Hins veg­ar hafði aðeins verið veitt heim­ild til þess að ráðstafa allt að 1,8 millj­örðum króna til upp­bygg­ingu innviða vegna at­vinnu­starf­semi á Bakka.

Og Grímur Atlason skrifar af sama tilefni:

Þetta er mjög eðlilegt enda um að ræða mjög metnaðarfullt umhverfislistaverk!

Síðan fáum við að þjónusta jarðgöngin næstu 100 árin (megum reyndar ekki nota þau en þannig er listin gjarnan – mátt horfa en ekki snerta).

Þökkum framsýnum þingmönnum NA kjördæmis og vinum þeirra sem tilbiðja þúfnahyggjuna!