Fréttir

91 prósent hækkun

By Miðjan

November 23, 2022

„Ástandið bitn­ar harðast á lægri tekju­hóp­um sam­fé­lags­ins. Aðgengi að þjón­ust­unni verður með hverju miss­er­inu háðara efna­hag fólks. Auka­gjöld­in vega stöðugt hærra í end­ur­gjaldi fyr­ir þjón­ust­una. Í mörgu eru þau óút­skýrð. Síðustu tvö ár veg­ur þungt í þeim að upp­hæðir fyr­ir þjón­ust­una sem kostnaðarþátt­taka er miðuð við hafa ekki hækkað sam­kvæmt verðlagi síðastliðin tvö ár. Hversu hratt gjöld­in hækka er illskilj­an­legt. Fyr­ir ári var al­geng upp­hæð auka­gjalds við komu til sér­greina­lækn­is 2.200 krón­ur. Í dag er upp­hæðin 4.200 krón­ur, 91% hækk­un! Til er dæmi um að þriggja manna fjöl­skylda fari með um 50.000 krón­ur á mánuði í auka­gjöld ein og sér,“ segir meðal annars í grein eftir Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóra Gigtarfélagsins, og er í Mogganum í dag.