„Ástandið bitnar harðast á lægri tekjuhópum samfélagsins. Aðgengi að þjónustunni verður með hverju misserinu háðara efnahag fólks. Aukagjöldin vega stöðugt hærra í endurgjaldi fyrir þjónustuna. Í mörgu eru þau óútskýrð. Síðustu tvö ár vegur þungt í þeim að upphæðir fyrir þjónustuna sem kostnaðarþátttaka er miðuð við hafa ekki hækkað samkvæmt verðlagi síðastliðin tvö ár. Hversu hratt gjöldin hækka er illskiljanlegt. Fyrir ári var algeng upphæð aukagjalds við komu til sérgreinalæknis 2.200 krónur. Í dag er upphæðin 4.200 krónur, 91% hækkun! Til er dæmi um að þriggja manna fjölskylda fari með um 50.000 krónur á mánuði í aukagjöld ein og sér,“ segir meðal annars í grein eftir Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóra Gigtarfélagsins, og er í Mogganum í dag.