Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og bóndi að Dalbæ, skrifar merka, eða ómerka, grein í Moggann í dag.

Það er gorgeir í formanni Framsóknar. Hann er nýstiginn í land eftir sjö ára úthald. Sjö ára. Hann lætur sem hann þekki ekkert til fortíðarinnar. Þekki ekkert til hversu ömurleg staða er á innviðum landsins. Hér og þar.
Eftir að hann ýtti sér frá Bjarna og hans liði sagði Sigurður Ingi að Sjálfstæðisflokkurinn væri óstjórntækur. Satt best að segja er undarlegt hvernig SIJ skrifar. Eftir sjö ára úthald.
Við í Framsókn erum tilbúin…
Nóg er að birta niðurlag greinarinnar. Og það er gert hér:
„Það eru vissulega tækifæri til staðar í íslensku samfélagi. En til að nýta þau þarf ríkisstjórn sem sameinar þjóðina í stað þess að sundra henni. Við í Framsókn erum tilbúin að vinna að uppbyggingu samfélagsins og vinna saman að góðum málum. En við munum einnig veita ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald þar sem þess gerist þörf. Það er ekki nóg að tala um framtíðarsýn – það þarf að framkvæma. Við þurfum stefnu sem tekur tillit til alls landsins, ekki stefnu sem veikir landsbyggðina, skaðar atvinnulífið og vanrækir mikilvæg mál á borð við atvinnu, innviði og fæðuöryggi.“
Ráð væri fyrir SIJ að slaka á. Líta yfir eigin flokk, í Reykjavík og á Alþingi. Sviðin jörð.