Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona, skrifaði:

Það gengur mikið á í náttúrunni en ekki síður í heimsmálunum. Ég er fréttafíkill og fylgist með fréttum á erlendum stöðvum, t.d BBC og CNN en líka norrænu stöðvunum. Þar er skemmst frá að segja að fréttamenn standa á öndinni og hafa ekki við að greina frá þeim straumi skipana og brjáluðu hugmynda sem streyma frá Hvíta húsinu. Sérfræðingar rýna í ósköpin og reyna að átta sig á hvað er að gerast. Ég er m.a. að tala um eftirfarandi aðgerðir:
- Brottrekstur þúsunda frá USA. Nú síðast var BBC að fjalla um rúmlega 100 Indverja sem búið er að vísa úr landi.
2. Senda þúsundir í fangabúðirnar í Guantnamo á Kúbu (af hverju halda Bandaríkjamenn þeim landskika? Yfirgangur og ekkert annað).
3. Flytja íbúa Gaza í burtu og koma upp baðströnd á svæðinu. Teikningar af lúxushótlunum eru tilbúnar. Nýjasta er að flytja fólk til ríkja sem eru háð USA og hefur t.d. Marokkó verið nefnt í því samhengi. Hvernig verður brugðist við?
4. Búið er a senda þúsundum opinberra starfsmanna uppsagnarbréf með tilboði um laun i nokkra mánuði, væntanlega til að forðast málaferli. Þrátt fyrir allt gilda lög og reglur um opinbera þjónustu. 20.000 höfðu samþykkt í gær.
5. Loka UNAID (Þróunarstofnun USA). Musk segir að stofnunin sé Marxistabæli sem beri að hreinsa út. Bendi á viðtal við Þórhildi Ólafsdóttur sem var í morgunútvarpi Rásar 1, held í síðustu viku. Hún býr nú í Uganda en þar er fólk skelfingu lostið þar sem sú aðstoð sem það hefur fengið, t.d. i baráttunni við AIDS hefur skipt sköpum. Það er nú meira hvað Karl Marx er allt í einu áhrifamikill í USA.
6. Svo er það Grænland og Panamaskurðurinn. Hvað ætlar Trump og hans pótintár að gera?
7. Viðskiptatollar á Kína, Kanada og Mexíkó. Hvað fylgir í kjölfarið.
8. Bann við að transkonur keppi í íþróttagreinum kvenna. Hvað kemur stjórninni það við? Á ekki íþróttahreyfingin að eiga við slík mál?
Gæti talið upp fleira. Fréttaskýrendur vita ekki sitt rjúkandi ráð og kannski er það „part af programmet“ að rugla alla í ríminu. Menn eru þó helst á því að það sé ákveðin aðferð að gefa vænt kjaftshögg fyrst en draga svo í land. Trump sé að skapa sér samningstöðu hér og þar. Svo er það möguleikinn að hann ætli sér að framkvæma allt sem hann hefur nú hótað og hvað gerist þá? Þetta eru sannarlega varhugaverðir tímar. Það eru mikil mótmæli í USA en ég hef ekki séði neinar fréttir af þeim í íslenskum fjölmiðlum. Ég bið um frið á jörðu, takk.