Stjórnmál Um nítíu prósent útgerðarfyrirtækja á Íslandi, eða 882 fyrirtæki njóta nú þegar verulegs afsláttar frá veiðigjöldum.
„Í lögum um veiðigjald er kveðið á um að veita skuli 20% afslátt af fyrstu 4,5 milljónum króna álagðs veiðigjalds og 15% afslátt af næstu 4,5 milljónum. Ljóst er því að í núverandi lögum er nú þegar tekið tillit til smærri aðila,“ segir Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í Morgunblaðinu í dag.
Einsog vitað er almennur vilji innan ríkisstjórnarinnar að gera enn betur hvað varðar afslátt til útgerða.
Það er farin af stað vinna í ráðuneytinu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyrir sig,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, í sama Morgunblaði.