- Advertisement -

Sósíalistar í sókn – Miðflokkur dalar

Sósíalistar bæta við sig meðan Miðflokkurinn missir fylgi.

Svona væri þingheimur samkvæmt nýrri könnun Maskínu (innan sviga er breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk Þórarins og Jakobs):

Ríkisstjórn:

  • Sjálfstæðisflokkur: 9 þingmenn (-8)
  • Framsóknarflokkur: 5 þingmenn (-8)
  • Vg: enginn þingmaður (-8)
  • Ríkisstjórn alls: 14 þingmaður (-24)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:

  • Samfylkingin: 14 þingmenn (+8)
  • Viðreisn: 14 þingmenn (+9)
  • Píratar: 3 þingmenn (-3)

Hin svokallaða frjálslynda miðja: 31 þingmenn (+14)

Ný-hægri andstaðan:

  • Flokkur fólksins: 6 þingmenn (+1)
  • Miðflokkurinn: 8 þingmenn (+5)

Ný-hægri andstaðan: 14 þingmenn (+6)

Stjórnarandstaða utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Ríkisstjórnin er fallin úr 38 þingmönnum niður í 14. Ef þetta gengur eftir verður þetta ekki bara Íslandsmet í hruni ríkisstjórnar heldur Evrópumet.

Hin svokallaða frjálslynda miðja nær ekki meirihluta og ólíklega þar sem Píratar rétt hanga inni og þekkt er að kjósendur þeirra skila sér verr á kjörstað en aðrir kjósendur. Samfylkingin og Viðreisn eru jöfn. Munurinn er hins vegar sá að Viðreisn hefur verið á siglingu en Samfylkingin í nokkuð öruggu niðurstreymi.

Miðflokkurinn virðist tapar nokkru fylgi milli kannana og Flokkur fólksins bætir ekki við sig. Samanlagt bæta flokkarnir við sig fjórum mönnum, þremur sé miðað við útslit síðustu kosninga áður en Miðflokkurinn missti mann yfir til Sjálfstæðisflokk.

Sósíalistar bæta við sig hér, eins og sást hjá Prósent fyrir helgi, og fá fjóra þingmenn kjörna. Vg sér ekki ljós í kosningabaráttunni, flokkurinn liggur flatur töluvert undir möguleika á þingsæti.

Ef horft er til síðustu viku er breyting á fylgi flokkanna þessi:

  • Sósíalistar: +1,8 prósentustig
  • Viðreisn: +0,5 prósentustig
  • Flokkur fólksins: +0,3 prósentustig
  • Vg: +0,2 prósentustig
  • Píratar +0,2 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: +0,1 prósentustig
  • Framsókn: -0,2 prósentustig
  • Samfylkingin: -0,8 prósentustig
  • Miðflokkur: -2,3 prósentustig

Þarna er ekki annar marktækur munur en að Sósíalistar eru í sókn en Miðflokkurinn er að tapa fylgi. Því hljóta allir að fagna.

Gunnar Smári er höfundur þessarar greinar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: