- Advertisement -

Framsókn er mest fullorðin í þessu fíaskói

VG mun ekki sannfæra mig um að kjósa sig en það er sigur fyrir hreyfinguna að halda lífi. Varnarsigur.

Atli Þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal skrifaði:

Fyrir nokkrum dögum taldi ég VG eiga mikið inni. Sá bara ótrúlega mætingu á landsfundi miðað við stöðu flokksins. Mikið innflæði af fólki sem áður hafði farið og nýjan formann sem augljóslega ætlaði aftur í einhver kjarnamál sem kirkjan nennir að hlusta á; vinstri-retórík, femínisma og umhverfismál. VG mun ekki sannfæra mig um að kjósa sig en það er sigur fyrir hreyfinguna að halda lífi. Varnarsigur.

Síðan hefur margt breyst. Þótt ég vilji ekki gera lítið úr því hvað framganga Bjarni Benediktssonar er óábyrg þá er það að neita að taka þátt í ríkisstjórn fram að kosningum svo óábyrgt að ég eiginlega get illa séð hvernig VG á að geta unnið með neinum. Ég meina þau voru að samþykkja ályktun um að vinna með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn fram að vori. Var skilnaðarbréf Bjarna kornið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er fullt af flexi í pólitík en sumt gerir maður bara ekki. Listinn er ekkert rosalega langur.

  • Maður reynir ekki að fella fjárlagafrumvarp í heild sinni því þá er landið án fjárlaga. Maður kýs gegn eða með breytingatillögum, tekur þátt í vinnunni og svo framvegis. Situr hjá eða kýs með en enginn stjórnmálamaður með snefil af ábyrgðartilfinningu kýs gegn fjárlögum í heild.
  • Maður lætur ekki almenning leysa innanflokksátök með kosningum til dæmis með því að láta kjósa um Brexit til þess að þagga niður í stækasta íhaldi flokksins eða skella í kosningu með sex vikna fyrirvara svo að ekki þurfi að taka slag um formanninn.
  • Maður neitar ekki friðsamlegum valdaskiptum með því að breyta reglum eftir á eða efna til óeirða.
  • Maður stekkur ekki frá borði og neitar að sitja fram að kosningum eftir þingrof né til að fara í forsetaframboð með skömmum fyrirvara.

Finnst Framsókn ekki mjög pólitískt sexý flokkur en guð minn almáttugur hvað Framsókn er mest fullorðin í þessu fíaskó öllu sem er endalok mest stupid samsetningu ríkisstjórnar ever.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: