- Advertisement -

870 eru á biðlista Reykjavíkur

„Stefna um að í kringum fjórðungur húsnæðis skuli vera utan hagnaðarsjónarmiða dugar ekki, þar sem líta ber á húsnæði sem mannréttindi en ekki hagnaðarsjónarmið fyrir ákveðna aðila.“

„Breyta þarf stefnunni svo að hún þjóni markmiðum þeirra sem eru í þörf fyrir húsnæði, þar sem félagslegar áherslur eru leiðarljósið. Þegar litið er til allra biðlista borgarinnar eru 870 umsóknir. 524 eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði, 136 bíða eftir húsnæði sem hentar þörfum fatlaðs fólks, 72 eftir húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 138 bíða eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir á síðasta borgarstjórnarfundi ársins.

„Stefna um að í kringum fjórðungur húsnæðis skuli vera utan hagnaðarsjónarmiða dugar ekki, þar sem líta ber á húsnæði sem mannréttindi en ekki hagnaðarsjónarmið fyrir ákveðna aðila.“

Í bókun Sönnu segir einnig: „Hverfi sem eru byggð upp út frá núverandi húsnæðisstefnu borgarinnar munu alltaf skilja ákveðna hópa eftir. Núverandi húsnæðisáætlun miðar að því að einungis 25% nýrra íbúða verði á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Í gögnum með liðnum um deiliskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða – svæði 1 kemur fram að um 20% íbúða skuli vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar hafa Félagsbústaðir hf. kauprétt á 5% íbúða í húsum á hverri lóð. Það er ekki nóg miðað við þá húsnæðiseklu sem nú er og bitnar á hinum verst stöddu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: