- Advertisement -

Verða að taka á sig svimandi háa vexti vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar

„Fjármálaráðherra nefnir að vaxtabætur séu sérkennilegt fyrirbæri. Það er alveg rétt, en það er íslenska krónan líka.“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Stjórnmál Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir Viðreisn:

„Nýjustu spár benda til að markmið um ásættanlega verðbólgu náist ekki fyrr en árið 2026. Fyrir ári var kastljósið á verðbólgu hér í þessum sal þegar síðasta fjármálaáætlun var á dagskrá. Þá sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, með leyfi forseta:

„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigurður Ingi fjármálaráðherra.
Ríkisstjórnin boðar núna að leggja niður vaxtabótakerfið og vísar í erlendar fyrirmyndir en vextir á Íslandi verða alltaf hærri en erlendis á meðan við erum með krónuna.

Síðan er liðið heilt ár.“

Þorbjörg sagði svo:

„Enn standa stýrivextir í 9,25%. Ríkisstjórnin talar samt um árangur en ríkisstjórnin er sein að bregðast við og lærdómurinn í heimsfaraldri var að það skiptir máli að efnahagsaðgerðir komi inn á réttum tíma. Hvetjandi efnahagsaðgerðir þá komu sumar of seint fram og það sama er að endurtaka sig núna en með öfugum formerkjum.“

Þorbjörg er gagnrýnin í garð ríkisstjórnarinnar:

„Ríkisstjórnin beitir flötu aðhaldi en telur öll verkefni innbyrðis jafn mikilvæg. Það er t.d. farið í aðhald á algjöra grunnþjónustu eins og löggæslu. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki á neinum greiningum um hvernig hægt er að fara betur með fjármuni eða hvernig við getum aukið framleiðni. Millistéttin verður áfram að taka á sig svimandi háa vexti vegna verðbólgu og vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Tekjulægstu hóparnir fá blessunarlega einhvern stuðning í gegnum bótakerfin okkar en venjulegar barnafjölskyldur, fólk sem er á þeim aldri að vera með mikil útgjöld, húsnæðislán og jafnvel námslán, taka á sig kostnaðinn af verðbólgunni. Kannanir sýna að verðbólga og háir vextir hafa mikil eða mjög mikil áhrif á 70% þjóðarinnar. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér verði skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Fólk þráir að losna undan sveiflum og vill stöðugleika.

Ríkisstjórnin boðar núna að leggja niður vaxtabótakerfið og vísar í erlendar fyrirmyndir en vextir á Íslandi verða alltaf hærri en erlendis á meðan við erum með krónuna. Sveiflurnar verða alltaf ýktari með lítinn og viðkvæman gjaldmiðil. Fjármálaráðherra nefnir að vaxtabætur séu sérkennilegt fyrirbæri. Það er alveg rétt, en það er íslenska krónan líka. Það er sjálfsagt að ræða það hvers vegna við þurfum vaxtabótakerfi á Íslandi en þá þarf líka að ræða kostnað almennings af íslensku krónunni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: