- Advertisement -

„Heyrist ekki í umræðunni fyrir gaspri í þeim sem ekkert vita“

„Það er engin rök fyrir þeirri þvælu sem veður uppi um að einhverjar sérreglur íslenskar dragi fólk hingað í stórum hópum.“

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifaði:

Stjórnmál Hér er fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd eftir mánuðum, miðað við umsóknir síðustu níu mánuðina á undan. Toppurinn er í maí í fyrra, en eftir það hefur fjöldinn dregist hratt saman. Þetta heyrist ekki í umræðunni fyrir gaspri í þeim sem ekkert vita og ekkert vilja vita, þeim sem lýsa yfir stjórnleysi á landamærunum og vilja láta fólk fá á tilfinninguna að Ísland sé að verða undir einhverri holskeflu hælisleitenda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þora ekki segja beint út að þau vilji ekki múslima og hörundsdökkt fólk.“

Helgi Gunnlaugsson.

Ástæða þess að hingað sóttu fleiri um hæli 2022-23 var annars vegar boð Sjálfstæðisflokksins til allra íbúa Venesúela um fjögurra ára dvalarleyfi og hins vegar boð ríkisstjórnar Íslands til allra í Úkraínu um tveggja ára dvalarleyfi, sem nú hefur verið framlengt um eitt ár.

Það er engin rök fyrir þeirri þvælu sem veður uppi um að einhverjar sérreglur íslenskar dragi fólk hingað í stórum hópum. Engin gögn sem styðja þann málflutning. Samt veður þessi della uppi.

Og fékk nýja forystu Samfylkingarinnar til að leggja frá sér stefnu flokksins í málefnum innflytjenda og taka upp stefnu Miðflokksins. Það má segja að þar hafi óreynd forysta keyrt út af í fyrstu beygju. Og sýnt að henni er ekki treystandi. Við þurfum stjórnmálaafl sem hleypur ekki eftir kröfum hægrisins í hvert sinn sem það geltir. Forystu þorir og þolir að standa gegn þvælunni sem gusast yfir okkur frá hægri.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skrifin er Helgi Gunnlaugsson prófessor:

„Þora ekki segja beint út að þau vilji ekki múslima og hörundsdökkt fólk. Mismunun á grundvelli kynþáttar og trúarafstöðu. Hvítir kristnir í lagi sbr Úkraína og Venesúela (um tíma). Innviðir að springa smjörklípa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: