- Advertisement -

835 á biðlista í Reykjavík

Reykjavík:

Sé miðað við óbreytt ástand færi einungis um 25% af þessum íbúðum í hið óhagnaðardrifna kerfi sé litið til núverandi húsnæðisstefnu borgarinnar.

Það er mikilvægt að flýta íbúðauppbyggingu þar sem fjöldi fólks er á bið eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum og er að greiða allt of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað.

Þetta sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir á borgarstjórnarfundi.

Fulltrúi sósíalista telur mikilvægt að húsnæðisuppbygging fari fram á félagslegum forsendum en í tillögunni er ekki fjallað um hvernig íbúðir eigi að byggja. Sé miðað við óbreytt ástand færi einungis um 25% af þessum íbúðum í hið óhagnaðardrifna kerfi sé litið til núverandi húsnæðisstefnu borgarinnar. Horfa þarf til nýrra leiða með afmarkaðsvæðingu húsnæðiskerfisins að leiðarljósi svo við endum ekki alltaf í þeirri sömu stöðu að stór hluti íbúa sé skilinn eftir, ófær um að komast í húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Sé litið til allra biðlista borgarinnar þá eru 835 manneskjur á bið eftir húsnæði. Hér er verið að vísa í biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði, þar eru 507 að bíða, nýjar umsóknir undir liðnum fjöldi umsækjenda eftir húsnæði fyrir fatlað fólk þar sem 138 eru að bíða, 62 eru að bíða eftir húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 128 eru að bíða eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: