Stjórnmál

Eðlileg afsögn Bjarna

By Miðjan

October 10, 2023

„Niðurstaða Umboðsmanns er afdráttarlaus um að ekki var farið eftir stjórnsýslulögum af hálfu fjármálaráðherra við sölu á Íslandsbanka. Afsögn er eðlileg í því ljós. Katrín Jakobsdóttir hefur áður sagt að ekkert hafi komið fram sem bendi til að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi Íslandsbankasölunnar af hálfu fjármálaráðherra. Nú liggur álit Umboðsmanns fyrir og fer gegn þessum orðum Katrínar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn.

„Ríkisstjórnin hefur enn ekkert sagt um næstu skref en framhaldið veltur auðvitað bara á vilja flokkanna og á trausti. Var þetta stólaleikur? Skipti á embættum og svo nýr vinnudagur á morgun? Treysta þau sér saman inn í þungan vetur?“

-sme