800 milljónir frá spítalanum til flokkanna
Getur spítalinn ekki hjálpað þessum 63 sjúklingum sem þessu stjórna?
Ragnar Önundarson skrifar:
Ríkissjóður er rekinn með miklu tapi, Landspítalinn hefur fengið fyrirmæli um milljarða sparnað. Á sama tíma eru stjórnmálaflokkarnir farnir að græða og gróðinn er tekinn úr ríkissjóði. Það er auðvitað einföldun, en líta má svo á að millifærðar hafi verið 800 milljónir frá spítalanum til flokkanna, því það er fjárhæðin sem þeir drógu sér. Þetta lítur ekki vel út. Getur spítalinn ekki hjálpað þessum 63 sjúklingum sem þessu stjórna ?