- Advertisement -

770 fá ekki leiðréttingu

Búeti á 770 íbúðir og þeir sem þar búa njóta ekki góðs af skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar, ekki að óbreyttu. Forsvarsmenn Búseta vonast til að Alþingi geri breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali við stjórnarformann Búesta áí þættinum Sprengisandi á Bylgjunni liðinn sunnudagsmorgun.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, stjórnarformaður Búseta, sagði:

„Búseti , sem er 30 ára gamalt félag, er eitt best varðveitta leyndarmálið á íslenskum húsnæðismarkaði. Búseti á 770 íbúðir og það form sem Búseti starfar eftir er mjög þekkt í löndunum í kringum okkur, ég held að segja megi að tíunda hver íbúð í heiminum sé í þessu formi. Hvað varðar leiðréttingar á forsendubrestinum hefur margt verið gert, til að mynda 110 prósent leiðin og fleiramá nefna og svo það sem er verið að gera núna en við sitjum eftir.“

„Hvað varðar það sem nú á að gera ná þær lausnir ekki til þess fólks sem keypti sér búseturétt þrátt fyrir að íbúðirnar hafi verið fjármagnaðar með verðtryggðum lánum frá íbúðalánasjóði, svo þetta fólk varð fyrir sama forsendibresti og flestir aðrir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Markaðurinn er í klessu

Gylfi segir margt að í húsnæðismálum á Íslandi. „Við verðum að horfa á þetta í samhengi. Íslenskur húsnæðismarkaður er í klessu, ég held að megi orða þetta þannig. Við verðum að horfa til hvernig við ætlum að mæta þörfum unga fólksins. Þetta er kannski ein leið til þess.

Hann segir margt hafa staðið til að gera, búið sé að vinna fjölda úttekta og skrifa skýrslur samt sé ástandið hér vont. Það vanti íbúðir. „Lóðarverðið fyrir hrun var svo hátt að Búseti hélt að sér höndum og byggði ekki á þeim tíma.“ Hann nefndi að ólíklegt sé að fólk sem er að koma úr námi og skuldar námslán komist í gegnum greiðslumat með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum.

Litið er um vanskil hjá Búseta. Miklar framkvæmdir eru á bæstunni en Búseti byggir um 200 íbúðir við Þverholt í Reykjavík, en um tvö ár eru síðan félagið tryggði sér lóðina. Búseti hefur engrar aðstoðar notið frá opinberum aðilum.

Vanþroskaður leigumarkaður

„Vanþroski á leigumarkaði hér er mikill. Jafnvel svo að talað er um leigusamning til sex eða tólf sem langtímaleigu,“ sagði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Hann sagði skilninginn aukast. „Sem betur fer.“

Gylfi bendri á að Búseti á 150 leiguíbúðir. Í ráðherratíð Páls Péturssonar, sem félagsmálaráðherra var ákveðið að byggja 650 íbúðir og kom Búseti að hluta að því verkefni. Gylfi segir þörfina núna vera mikla, það vanti íbúðir. Hann bendir á að við Vestmannaeyjagosið hafi verið byggð hús í snatri, þá hafi þörfin verið brýn og svo sé einnig núna. „Þó við ættum 1.500 íbúðir leiguíbúðir en ekki 150 myndum við ekki ná að anna eftirspruninni.“

 -sme

185.500 lásu Miðjuna síðustu fjórar vikur


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: