- Advertisement -

7,2 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn


SDG: …við viljum vera prinsippflokkur.

„Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins stuðnings 7,2 prósenta hjá yngsta aldurshópnum, sem er 18-24 ára.“ Þetta er bein tilvitnun í frétt með nýjustu skoðanakönnuninni. Í fréttinni er fjallað um að talsvert margt fólk, sem áður kaus Sjálfstæðisflokksins, segist nú ætla að kjósa Miðflokkinn. Líkur eru leiddar að því að það sé vegna orkupakkans.

Ef það er satt og rétt er það samt smámál, fyrir Sjálfstæðisflokksins, miðað við örfylgi yngra fólks. Það að hafa yngt upp í forystunni hefur engu skilað, hið minnsta litlu. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn og Mogginn fylgist að í vegferðinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðflokknum hefur verið fyrirgefinn subbuskapurinn á Klaustri og siglir hann hraðbyri. Getur verið að það sé vegna orkupakkans? Í frétt Vísis segir:

„En kannski ekki bara út af því máli sjálfu heldur meira út af því að við viljum vera prinsippflokkur. Það sem ég vona er að menn séu að meta það við okkur að við séum flokkur sem stendur við sín prinsipp. Það birtist í orkupakkamálinu en mun gera það líka í fleiri málum.“

Þar höfum við það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: