- Advertisement -

70 prósent teknanna í húsaleigu / Ríkisstjórnin hafði engar áhyggjur

„Guð hjálpi honum, því að það gerir ríkisstjórnin ekki heldur þveröfugt.“

„Á leigumarkaðnum greiða 30% öryrkja meira en 50 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og yfir 10 prósent greiða yfir 70 prósent  af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Verðbólgan mælist nú 6,2 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri í tæpan áratug og hækkar ört,“ sagði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson FF.

„Ríkisstjórnin hafði litlar áhyggjur af verðbólgunni en það hlýtur að vera að breytast því að nú dynja yfir hækkanir á nauðsynjavörum. Á hverjum bitnar það helst? Jú, þeim verst settu sem eru fastir í fátæktargildru almannatryggingakerfisins í boði þessarar og fyrri ríkisstjórna. Hækkun verðbólgu kemur verst niður á láglaunafólki, en þar undir er fólk á örorku- og endurhæfingarlífeyri, einnig hluti aldraðs fólks á lágmarkslífeyrislaunum, og þá einnig þeir verst settu, sem eru með 10 prósent minna en það og krónu á móti krónu skerðingar í boði núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Guðmundur Ingi.

„Að framfærsluþörf fólks í almannatryggingakerfinu sé almennt jafn mikil og framfærsluþörf vinnandi fólks er ekki rétt. Í því sambandi er rétt að benda á að fólk sem reiðir sig á hið ömurlega bútasaumaða almannatryggingakerfi ber almennt meiri kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, lyfja og annarrar þjónustu en aðrir hópar í samfélaginu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…það eru nærri 70 prósent skattar og skerðingar.

 Að segja það fyrir kosningar að þeir vilji að þeir sem komnir eru á efri ár njóti afraksturs erfiðisins en meina það ekki og að stjórnvöld eigi að hlúa að öldruðum en ekki íþyngja þeim með ósanngjarnri skattlagningu en gera ekkert í því er hræsni af verstu gerð. Að segjast fyrir kosningar ætla að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris, en þar er sannarlega um réttlætismál að ræða, en gera síðan þveröfugt, er einnig hræsni. Hvað þýðir það á mannamáli að lágmarksgreiðslur skerði lífeyri um 45 prósent? Það þýðir á mannamáli að jú, það eru nærri 70 prósent skattar og skerðingar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú, einstaklingur sem er með 200.000 kr. úr lífeyrissjóði fær útborgað 64.000 kr. — já, bara 64.000 af kr. 200.000 kr. í almannatryggingakerfinu. Ef hann er með krónu á móti krónu skerðingar einnig þá segi ég bara: Guð hjálpi honum, því að það gerir ríkisstjórnin ekki heldur þveröfugt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: