- Advertisement -

Arkitektúr sem fólk elskar að hata

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt opnar og leiðir umræður um hlutverk arkitektúrs í ljósi þeirra átaka sem oft spretta upp varðandi nýbyggingar og endurgerðir eldri húsa í ný hlutverk.

Litið verður til þeirra miklu deilna sem oft skapast í samfélaginu í tengslum við byggingarlist. Hildigunnur leiðir gesti inn í samtal um þann mikla hita sem oft getur skapast í kringum nýbyggingar sem og breytt hlutverk eldri bygginga.

Hver er hvati arkitektsins við hönnunina? Hvernig mætir sá hvati og vilji eignarétti í okkar samhengi – og af hverju eiga arkitektar hugverkarétt á eignum sem aðrir hafa greitt fyrir? Hvað þýðir nákvæmlega listrænt gildi hönnunar, hver á að meta og hvaða vægi á hún að hafa?

Í panel eftir framsögu verða þau Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt, rithöfundur og fyrrum forstöðumaður byggingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Steve Christer arkitekt, en hann vann m.a. að endurgerð Hafnarhúss fyrir Listasafn Reykjavíkur og vinningstillögu að nýbyggingu á Alþingsreit, og Ólöf Örvarsdóttir arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hildigunnur Sverrisdóttir er arkitekt og hefur sinnt fagstjórn, kennslu, rannsóknum og ráðgjöf í tengslum við félagspólítiskt samhengi manngerðs umhverfis.

Samkoman verður sunnudaginn 19. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: