„Hinir útvöldu fengu afslátt frá markaðsverði. Um helmingur þeirra keyptu fyrir minna en 50 milljónir króna. Hverjir eru þetta? Hvernig voru þeir valdir? Eru þetta vinir og kunningjar þeirra sem ráða? Hafa þeir fjárhagslega burði til að standa á bak við bankann ef á móti blæs? Hafa þeir flekklausan feril eins og við hljótum að ætlast til af bankaeigendum? Hvers vegna mátti ekki láta þá bíða og kaupa hluti síðar á markaðsverði?“
Þetta segir í lok nýrrar Moggagreinar Oddnýjar Harðardóttur.
„Almenningur á fortakslausa kröfu á að fá að vita þetta. Hér var nefnilega verið að selja eign almennings.“
Hversu lengi ætli Bjarni getið setið á þessum upplýsingum?