Fréttir

Fréttaskýring: 116 milljarðar á 11 mánuðum

By Miðjan

April 04, 2014

Hér er framhald fréttaskýringar sem birtist næst á undan þessari.

Og nú byrjum við á að spyrja hvert er tjónið, hvaða eignir finnast í gjalrotabúum fyrirtækja?

Til að við áttum okkur á samfélagslegu tjóni vegna gjaldþrota félaga með takmarkað ábyrgð má setja setja það í samhengi við þá staðreynd að heildarupphæð lýstra krafna í þau 995 þrotabú félaga sem uppgjöri var lokið á á tímabilinu 1. mars 2012 til 24. janúar 2013, var tæpir 166 milljarðar, en heimtur einungis rúmar 5,2 milljarðar, eða um 3,14%. Sambærilegar tölur fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 29. febrúar 2012, voru 1.236 þrotabú með lýstar kröfur upp á tæpa 236 milljarðar, en heimtur einungis tæpir 2,7 milljarðar, eða um 1,13%. Á þessu tæplega tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit. „Eignabruni“ upp á yfir 97% getur ekki bent til annars en að í miklu mæli hafi viðkomandi eignum verið skotið undan.

Sem sagt, 116 milljarðar hafa tapast á innan við ári.

Alþýðusamband Íslands hefur unnið merka skýrslu um kennitöluflakk og er þessi grein mikið byggð á henni. Þar segir meðal annars: „Fyrstu 7 mánuði ársins 2013 var fjöldi nýskráninga 1.169, en það er 10,5% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.058 fyrirtæki voru skráð. Má því ætla að núverandi fjöldi félaga með takmarkaða ábyrgð (hf. og ehf.) hafi fest sig í sessi og haldi áfram að aukast að óbreyttu. Þegar haft er í huga að alls eru á íslenskum vinnumarkaði um 188.000 einstaklingar er ljóst að að þessi mikli fjöldi félaga með takmarkaða ábyrgð kallar á sérstaka skoðun.“

Hvað er til ráða? Einsog komið hefur fram hér að framan virðsit fólk geta stofnað félög, aftur og aftur, og haldið samt rekstri, nafni og jafnvel viðskiptum. ASÍ hefur áhyggjur og vill úrbætur. Meðal þess sem ASÍ hefur lagt til er:

Aðgerða er þörf

ASÍ bendir á leiðir til úrbóta. Og segir meðal annars. „Kennitöluflakk og misnotkun á félögum (hf./ehf.) með takmarkaða ábyrgð hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir samfélagið allt, atvinnulífið og launafólk og veldur þannig miklu samfélagslegu tjóni fyrir:Starfsmenn sem eiga útistandandi launakröfur á hin gjaldþrota félög auk þess að tapa starfi sínu og margvíslegum réttindum. Fyrirtæki í hliðstæðum rekstri, og starfsmenn þeirra, sem standa skil á sínu en búa við skekkta samkeppnisstöðu vegna þeirra sem hafa rangt við. Birgja sem fá ekki greidda sína vöru og þjónustu og geta vegna ruðningsáhrifa slíks tjóns, sjálfir orðið gjaldþrota. Sameiginlega sjóði landsmanna sem verða af tekjum sem skipta a.m.k. tugum milljarða á hverju ári. Tekjum sem nýta mætti til að bæta heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi svo dæmi séu tekin.Árið 2012 voru á Íslandi skráð 31 þúsund fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð og fer þeim fjölgandi. Takmörkuð ábyrgð vísar til þess að sá/þeir sem að félaginu standa taka ekki á sig aðra skuldbindingu en þá að greiða tiltekna fjárhæð við stofnun félagsins. Að öðru leyti eru þær skuldbindingar sem gerðar eru í nafni félagsins á ábyrgð þess, ekki eigendanna. Dæmi eru um að einn og sami einstaklingurinn hafi farið með 29 félög í gjaldþrot á sjö ára tímabili. Samkvæmt gögnum Creditinfo skiluðu einungis 22% félaga ársreikningi á réttum tíma árið 2011. Mikil fylgni er á milli þess að skila ekki ársreikningi og að vera í vanskilum því 72% þeirra fyrirtækja, sem ekki hafa skilað ársreikningi 2011, eru á vanskilaskrá.Á grunni víðtækrar upplýsingasöfnunar og greiningar á kennitöluflakki og skaðlegum afleiðingum þess kynnir Alþýðusamband Íslands tillögur til úrbóta í 16 liðum, þar á meðal þessar: Strangari reglur um hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félög með takmarkaða  ábyrgð, m.a. að „síbrotamenn“ missi hæfi til að stofna eða að vera í forsvari fyrir félag með takmarkaða ábyrgð í tiltekinn tíma. Sátt  vegna skattalagabrota leiðir til missis hæfis á sama hátt og dómur fyrir refsiverðan verknað gerir nú. Krafa um aukið hlutafé við stofnun félags með takmarkaða ábyrgð og tryggt að það sé greitt. Skilyrði sett að þeir sem eru í forsvari fyrir félag með takmarkaða ábyrgð hafi sótt viðurkennt námskeið um rekstur slíkra félaga. Heimild fengin til að sekta forsvarsmenn félaga sem standa ekki skil á ársreikningi. omið verði upp miðlægri rafrænni skráningu á eignarhaldi í félögum. Takmörk verði sett á nafnabreytingar félaga með takmarkaða ábyrgð. Girt verði fyrir heimildir aðila sem eru tengdir félögum með takmarkaða ábyrgð til að taka fé út úr félaginu með lánum eða öðrum hætti. Settar verði viðmiðunarreglur um hvenær „meintar“ skuldbindingar vegna félaga með takmarkað ábyrgð flytjast yfir á forsvarsmennina. Heimild til að framkvæma slit á „óvirkum“ félögum verði flutt og fylgt eftir af festu. Opinberir aðilar marki sér heildstæða stefnu um aðkomu sína sem kröfuhafi að þrotabúum félaga með takmarkaða ábyrgð.“

Átján þúsund og fimm hundruð

 Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.