- Advertisement -

Fréttaskýring: 29 gjaldþrot á 7 árum

„Ekkert fékkst upp í 687 milljóna króna kröfur í þrotabú félagsins K2010 ehf. Félagið hét áður  Keiluhöllin ehf. og var stofnað um rekstur Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.

Tæpt ár er síðan annað félag tengt Keiluhallarrekstrinum fór í þrot með skiptalokum á félaginu Öskjuhlíð ehf. Öskjuhlíð ehf. átti á sínum tíma um 40% hlut í Keiluhöllinni á móti félaginu Aðhald ehf. Ekkert fékkst upp í kröfur við gjaldþrot og námu þær um 385 milljónum  króna. Forveri félagsins K2010, sem nú er farið í þrot, var Keiluhöllin ehf. Nafni félagsins var breytt árið 2010 en á sama tíma tók félagið Allir Saman ehf. upp nafnið Keiluhöllin ehf. Keiluhöllin  ehf. hefur nú tekið yfir rekstur Keiluhallarinnar eftir þrot fyrrnefndra félaga. Öll eru fyrrnefnd  félög, beint og óbeint, í eigu sömu eigendur.“ Dæmið hér að ofan er bara eitt margra sambærilegra. Það er þekkt að fólk stundað að skipta um nöfn á félögum, setja þau í gjaldþrot og halda síðan eignum og rekstri en á nýrri kennötlu. Sú staðreynd er alvöru mál. Og kostar samborgarana og samfélið mikla peninga. Vandinn er þekktur. Á vef atvinnuvegaráðuneytisins má lesa þetta.

„Oftast er þó átt við misnotkun eigenda í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar. Felst það í stofnun fyrirtækis í sama atvinnurekstri og það félag sem hefur verið úrskurðað gjaldþrota til að losa undirliggjandi rekstur undan fjárhagslegum skuldbindingum en viðhalda samt eignum. Í slíkum tilvikum sitja birgjar, ríkissjóður og launþegar eftir með kröfur sem ekki fást greiddar og aðrir verða að standa undir t.d. með framlögum í ábyrgðarsjóð launa, hærra vöruverði o.s.frv.“

Þetta er kannski mergu rmálsins. Aðferðir þessa fólks kostar. En hver er kostnaðurinn. Skoðum aðeins hver borgar launin fyrir þau sem svíkjast undan. Tölur frá Ábyrgðasjóði launa sýna að sjóðurinn hefur undanfarin ár greitt út sem nemur hátt í tveimur milljörðum ár hvert, en vert er að taka fram að Ábyrgðasjóður launa  hefur bæði þak á fjárhæð og tímabil ábyrgðar þannig að ætla má að óbætt tjón  launafólks og lífeyrissjóða sé talsvert án þess að hægt sé að tilgreina það  nákvæmlega. Þá bætir Ábyrgðasjóður launa alls ekki allar kröfur sem varða kjör  launafólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jafnframt er vert að minna á í þessu samhengi að Ábyrgðasjóður launa er  fjármagnaður með tryggingagjaldi og því má ætla að minni fjárútlát úr honum skapi  rými til lækkunar tryggingagjaldsins. En tökum eftir, tvö þúsund milljónir á ári eru miklir peningar, en það er samt ekki allt. Tjónið er meira, einsog sagt var hér að framan. Fyrir þau fyrirtæki sem standa sig, og borga hátt tryggangjald, þurfa þess vegna að standa að hluta undir launagreiðslum sem óábyrgt fólk hefur stofnað til. En getur það verið svo að sama fólk reki hvert fyrirtækið á eftir öðru í þrot og stofni síðan önnur og haldi áfram, oft einsog ekkert hafi í skorist. Já heldur betur. Á töflu eitt sést þetta greinilga.

Þar sést að sá sem á metið er með 29 gjaldþrot að baki á aðeins sjö árum. En hvernig er þetta hægt, hvernig gerist þetta, og þykir þeim sem gera þetta ekkert að þessu háttarlagi. „Kennitöluflakk er ekki ólöglegt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“ skrifaði Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi netverslunarinnar buy.is á vefsvæði  Verðvaktarinnar. DV vakti athygli á starfsemi Friðjóns eiganda netverslunarinnar buy.is, og blaðið segir hann hafa skipulega fært starfsemi netverslunarinnar buy.is á milli kennitalna á undanförnum árum til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Starfsemi buy.is felst að mestu í sölu raftækja en þegar þau eru flutt inn þarf að greiða af þeim tolla og virðisaukaskatt eða svokölluð aðflutningsgjöld. Er nú svo komið að ýmis félög sem tengjast Friðjóni samkvæmt fyrirtækjaskrá skulda um 50 milljónir króna í opinber gjöld,“ sagði í DV.

Sjónarmið Friðjóns eru merkileg. Og dýr. En hvers vegna er þetta, gerum við litlar eða jafnvel engar kröfur til þess fólks sem stofnar fyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð? Skoðum það betur síðar. Styttri útgáfa af fréttaskýringu úr tímariti VM, félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Framhaldið birtist síðar í dag.

Átján þúsund og fimm hundruð

 Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: