- Advertisement -

Píratar, hvorki vinstri né hægri?

Gunnar Smári:

„Við skulum ekki fara nánar út í það, það er margt skemmtilegra en ræða hver stefna Pírata kann að vera.“

Forysta Pírata segist hvorki reka hægri né vinstri pólitík heldur eitthvað nýtt og allt annað. Við skulum ekki fara nánar út í það, það er margt skemmtilegra en ræða hver stefna Pírata kann að vera.

En þegar afstaða kjósenda Pírata frá 2017 er skoðuð í könnun MMR virðist það vera all nokkuð vinstri sinnaður hópur. 51% kjósendanna sagðist vera jákvæður gagnvart sósíalisma en 22% neikvæð. Þetta er öfugt þegar fólk er spurt um kapítalisma; 20% eru jákvæð en 57% neikvæð. Og þegar spurt er um nýfrjálshyggju segjast 16% jákvæð en 54% neikvæð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kjósendahópurinn virðist ekki eiga í vandræðum með að marka sér stöðu samkvæmt klassískum hægri/vinstri hugtökum. Ef við núllum út þau sem yppta öxlum þá er rúmlega 2/3 kjósenda Pírata sósíalistar. Vonandi fær það fólk eitthvað fyrir sinn snúð annað en yfirlýsingar um að víst sé nú margt gott við hægrið, nýfrjálshyggjuna og blessaða kapítalismann. Og að sósíalisminn sé helstefna, eins og þingmenn Píratar ranta um á Netinu.

Þótt það geti verið smánarleg þrautaganga vonbrigða að vera sósíalisti innan VG þessa dagana þá má forystan þar eiga að hún ræðst ekki að sósíalistunum í flokknum með formælingum eins og nýfrjálshyggjuþingmenn Pírata gera.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: